Föstudagur, 26. Ágúst 2016
Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn
ifr@ifr.is
561 8226
Hátúni 14, 105 Rvk

Gjaldskrá bogfimivallar 2016

Jón Eiríks 03/06/2016 16:06

Æfingatími hefst á heilum tíma. Hver æfingatími er 100 mín.

Verð pr. 100. mín:        kr. 2.000-

Verð tíu tíma kort:       kr. 10.000-

Mánaðarkort:                kr. 8.000-

 

Mánaðarkort gildir fyrir tvo æfingartíma á dag. Óski mánaðarkorthafi eftir að bæta við sig æfingatíma greiðist kr. 500- pr. æfingatíma

20% afsláttur af gjaldskrá  gildir til 20. júní.

Opnunartími bogfimivallar ÍFR í júní 2016

Jón Eiríks 03/06/2016 16:06

Mánudaga:       kl. 9.00 til 20.00

Þriðjudaga:       kl. 9.00 til 20.00

Miðvikudaga:  kl. 9.00 til 20.00

Fimmtudaga:   kl. 9.00 til 20.00

Föstudaga: kl. 9.00 til 20.00

Skráning á helgaræfingar þarf að vera lokið fyrir kl. 20.00 á föstudögum.
Skráning fer fram í síma 561-8226 eða í íþróttahúsinu.

Laugardaga:      kl. 13.00 til 19.00

Sunnudaga:      kl. 13.00 til 19.00

Aðalfundur ÍFR 2016

Jón Eiríks 19/05/2016 10:05

Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn  28. maí. 2016  kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14.
 
Dagskrá:
 

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál
 Að loknum aðalfundi verður boðið upp á kaffiveitingar
StjórninTillaga uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs.

Varaformaður: Steinunn Þorsteinsdóttir

Meðstjórnendur: Eiríkur Ólafsson og Ingi Bjarnar Guðmundsson

Varamenn í stjórn: Óskar Elvar Guðjónsson, Björn Valdimarsson, Jón Þorgeir Guðbjörnsson

Meistaramót Reykjavíkur 2016

Jón Eiríks 19/01/2016 17:01

Meistaramót Reykjavíkur fór fram 8. og 9. Janúar 2016.  Gott lið kom frá ÍFR þetta árið og stóð sig mjög vel á mótinu og afrakstur helgarinar voru margir krýndir Reykjavíkurmeistarar í flokk fatlaðra.  Sex Íslandsmet voru sett á mótinu og komu þau öll frá ÍFR fimm einstaklingsmet og eitt boðsundsmet.  Þau voru sett af Thelmu Björg Björnsdóttur þrjú 400 metra skriðsundi, 200 metra fjórsundi og 200 metra baksundi Guðmundur Hákon Hermansson í 400 metra fjórsundi.  Blandaða boðsundssveitin í 4 sinnum 50 metra boðsund sem samanstóð af þeim Vignir Gunnar Hauksyni, Heiði Björg Egilsdóttur, Thelmu Björg Björnsdóttir og Marinó Inga Adolfssyni.

Íþróttaskóli ÍFR

Jón Eiríks 05/01/2016 16:01

Íþróttaskóli ÍFR hefst laugardaginn 16. jan. 2016  í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11:00 til 11:50.
Lögð er áhersla á þátttöku barna með hreyfihömlun á aldrinum 4 -10 ára.

             Námskeiðstími:  16. jan. til 19 mars.

Vinsamlega skráið þátttakendur með tölvupósti til ifr@ifr.is
Við skráningu þarf  eftirfarandi að koma fram.

Nafn barns.  Aldur. Fötlun. Nafn foreldra.

Í skólanum verður lögð áhersla á eftirtalin atriði:

Samverustund: Segja nafnið sitt, uppáhalds lit, hvað var borðað í morgunmat, uppáhalds teiknimynd ofl.
Upphitun.
Hugrænar þjálfunar:  Þrautir í bland við líkamlegar æfingar, myndaspil, teningaleikir, púsluspil ofl.
Hefðbundnir leikir: Eitur í flösku, stórfiskaleikur, stórt skip lítið skip, skotbolti, dimmalimm, frost, ofl. leikjabrautir/stöðvar/stuttar íþróttakynningar.

Teygjur: Liðkandi æfingar og slökun.

Íþróttaskóli ÍFR er tilraunaverkefni og verður ekkert gjald tekið fyrir þátttöku meðan á tilrauninni stendur.

Stjórnendur íþróttaskóla ÍFR eru:

Einar Hróbjartur Jónsson íþróttakennari
Ágústa Ósk Einars Sandholt íþróttakennari

Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík © 2015
Powered by MemHT